miðvikudagur, 24. september 2008

Heimalöguð spergilkálsúpa og nýbakað speltbrauð

féll ekkert sérlega vel í kramið hjá yngri kynslóðinni hér á bæ. Það skal reyndar viðurkennast að súpan hefði mátt vera aðeins bragðmeiri og brauðið hefði hugsanlega mátt vera aðeins saltara en annars var þetta bara nokkuð gott. Strákarnir hugsa sjálfsagt gott til glóðarinnar um helgina því þá ætlum við Valur að skreppa suður og matseðillinn hjá þeim á meðan mun líklega samanstanda af pítsu og pítsu og pítsu... Tja, eða pítsu og pítsu, þetta verða bara tveir kvöldmatartímar sem þeir þurfa að sjá um matinn.

Annars hef ég ekki bakað brauð svo lengi að ég man bara hreinlega ekki hvað er langt síðan síðast. Það er af sem áður var, þ.e. þegar við bjuggum í Noregi þá fannst okkur brauðið þar svo hræðilega vont að ég byrjaði að baka brauð og bollur við mikla ánægju heimilisfólksins. En hér á Akureyri höfum við jú okkar fína bakarí við brúna og þar eru brauðin svo góð að mér dettur aldrei í hug að baka sjálf.

Og nú hef ég bara ekki fleira að segja!

Engin ummæli: