miðvikudagur, 25. júní 2008

Sumt skil ég ekki í sambandi við eigin hegðun

Af hverju er ég t.d. ekki búin að bóka flugið frá Ítalíu til Köben? Ég er búin að komast að því að það er ekkert beint flug frá nálægum flugvelli þennan dag svo við þurfum að millilenda einu sinni. Við getum valið að fljúga frá Pisa sem er nokkuð nálægt okkur og þaðan er hægt að fljúga klukkan 11 og lenda í Köben rúmum sjö tímum síðar. Annar möguleiki er að leggja af stað frá Pisa kl. 15.15 og lenda í Köben kl. 22.00. Þriðji möguleikinn er að keyra til Flórens og fljúga þaðan kl. 10.10 og lenda í Köben kl. 17.20. Það er jafnframt ódýrasta flugið en krefst jú bílferðar til Flórens og þess að við þurfum að leggja af stað um sexleytið um morguninn. Það yrði ansi langur dagur. Jamm og jæja, svo á ég líka eftir að panta hótel í Feneyjum. Um daginn var ég að leita og sá að það var hægt að fá þessi fínu 4ra manna herbergi. Það fannst mér alveg frábært þangað til ég uppgötvaði að við verðum 5 saman.

Engin ummæli: