fimmtudagur, 19. júní 2008

Fékk smá sjokk áðan

Það var fótboltaleikur í sjónvarpinu og Valur að horfa á hann svo mér datt í hug að skreppa aðeins út. Ákvað að taka myndavélina með og sótti hana inn í herbergi. Svo fékk ég þá hugdettu að fara í Hagkaup og ákvað að fara fyrst þangað. Tók mér góðan tíma og skoðaði bæði snyrtivörur, föt og sitthvað fleira. Þegar ég var komin í bílinn aftur ætlaði ég niður á bryggju og smella af nokkrum myndum. Ók þangað og svo þegar ég ætlaði að teygja mig í myndavélina þá var hún ekki í sætinu. Ekki var hún í aftursætinu heldur og nú var ég orðin handviss um að ég hefði gleymt að læsa bílnum og myndavélinni hefði verið stolið. Það hefði verið alveg eftir mér því ég á það til að vera svo utan við mig stundum. Eiginlega hafði ég ætlað að skreppa líka til vinkonu minnar en ég ól þá von í brjósti að myndavélin hefði gleymst heima svo ég dreif mig heim. Og viti menn, þar lá hún og beið eftir mér á bekknum í forstofunni. Mikið sem ég varð glöð :-)

Engin ummæli: