sunnudagur, 15. júní 2008

Smá áfallahjálp væri vel þegin

Ég hef vitað það frá því ég fór í brjósklosaðgerðina að vinstri fóturinn á mér er ekki eins og hann á að sér. Það er samt munur á því að vita og gera sér grein fyrir. Í morgun ákvað ég að fara með froskalappirnar í sund í fyrsta skipti síðan 7. apríl (síðasta sundferð fyrir brjósklos). Ég ætlaði nú ekkert að taka mikið á því, bara dóla mér á bakinu og hreyfa fæturnar. Strax í fyrstu ferðinni rann það upp fyrir mér að það vantar mjög mikið uppá hreyfigetu og kraft í vinstri fætinum. Og þarna fékk ég enn eitt áfallið í þessu bakveseni mínu öllu. Fyrst var það áfall að fá brjósklos og þurfa í aðgerð, svo var það áfall að versna svona í bakinu við flutningana á Glerártorg og nú sá ég það svart á hvítu sem ég hef í raun vitað allan tímann en ekki horfst í augu við. Að fóturinn er mun laskaðri en ég vildi vera að láta. Ég treysti því samt að þetta sé eitthvað sem hægt er að þjálfa upp og eftir að hafa beðið í nærri 5 vikur eftir tíma hjá sjúkraþjálfara fæ ég loks tíma þann 24. júní.

En nú held ég að Valur sé að koma og ætli sé ekki best að fá hann til að búa til kaffilatté handa mér. Hann fór suður í gær í útskriftarveislu hjá Arnaldi bróðursyni sínum sem var að útskrifast úr lagadeild HÍ. Svo ætla ég að gróðursetja nokkur sumarblóm sem ég keypti í gær :-)

Engin ummæli: