mánudagur, 7. janúar 2008

Birta datt í lukkupottinn í gær


þegar hún var svo lánsöm að renna á lyktina af harðfiski sem ég hafði keypt í Bónus. Öfugt við það sem ég geri venjulega gekk ég ekki strax frá öllum vörunum því ég var svo þreytt í hnénu. Lét duga að setja það í ísskáp sem þangað átti að fara og var yfir höfuð ekkert að velta þessum blessaða harðfiski fyrir mér. Í gærkvöldi vorum við Valur niðri að horfa á sjónvarpið í smá stund og þegar við komum upp aftur lagði harðfisklykt um alla efri hæðina. Valur gekk á lyktina og fann rifinn pokann inni í stofu. Eitthvað hafði hún náð að háma í sig en talsvert var þó eftir. Þannig að ég tók það sem var næst pokagatinu og ætlaði að leyfa Birtu og Mána að borða það inni í þvottahúsi. Máni hafði sofið allt fjörið af sér og var ekki almennilega vaknaður þegar honum buðust þessar kræsingar, þannig að hann snerti varla á sínum hluta. Birta var þá ekki lengi að slarfa í sig hans fisk, nema hvað hún skildi óvart eftir smá bita. Máni horfði á hana éta og áttaði sig loks á því að hér væru kræsingar á ferð. Hann náði þessum síðasta litla bita, fannst hann greinilega góður og snusaði því næst um allt gólf að leita að meira gómgæti en því miður var ekki meira að hafa. Þannig að ég sleppti því að ryksuga upp fiskruslið í stofunni og ákvað að kettirnir gætu bara ryksugað það á sinn hátt... Máni fengi þá meira að smakka. Og hér fylgir mynd sem Valur tók af Birtu við fótsnyrtingu, því eins og allir vita er nauðsynlegt að vera hreinn á tánum, sama hvort fæturnir eru tveir eða fjórir :-)

Engin ummæli: