fimmtudagur, 22. nóvember 2007
Þrátt fyrir fögur fyrirheit
um að vera búin að kaupa allar jólagjafirnar fyrir lok nóvembermánaðar er ég bara búin að kaupa eina einustu gjöf og hún fékkst í Pottum og prikum. Ég er nú ekkert rosalega sátt við þessi afköst (eða skort á afköstum öllu heldur) en aðalvandamálið er að velja viðeigandi gjafir handa hverjum og einum. Ég er alveg sérstaklega hugmyndasnauð þegar kemur að því að finna gjafir handa strákum, ungum sem öldnum. Mér bara dettur ekkert spennandi í hug. Það eru allir í kringum okkur orðnir það stálpaðir að ekki er hægt að fara í næstu dótabúð og kaupa leikföng - það eina sem maður veit pottþétt að strákar gera er að vera í tölvuleikjum en ég vil ekki kaupa svoleiðis. Arg og garg, þetta er nú meiri höfuðverkurinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli