mánudagur, 5. nóvember 2007

Beðið eftir flugi

Við Sunna erum að fara í innkaupaferð fyrir Potta og prik og ætluðum að leggja af stað kl. 9.25 en því miður er seinkunn á fluginu svo það fer ekki fyrr en 11.15. Það er hálf leiðinlegt að bíða svona og í stað þess að nota tímann í eitthvað gáfulegt er ég bara að hangsa. Er hálf þreytt eitthvað og það hefði verið afskaplega gott að vita um þessa miklu seinkunn í gærkvöldi og geta sofið lengur en ég vaknaði klukkan sjö og dreif mig í sund. Sá fyrst þá að það voru skilaboð frá flugfélaginu í símanum mínum (sem höfðu verið send um tíuleytið í gærkvöldi) en þá hafði ég ekki heyrt neitt píp því ég geymi hann venjulega í töskunni minni yfir nóttina. Æ, jæja, best að hætta þessu tuði og fara að pakka.

Engin ummæli: