mánudagur, 12. nóvember 2007
Ertu 40?
Þessari spurningu var skellt framan í mig þegar ég kom úr sturtunni í sundlauginni í morgun og ætlaði að fara að klæða mig. Þar sem ég á afmæli í dag varð ég alveg hvumsa, hvernig gat konan við hliðina á mér vitað að ég átti afmæli? Ég komst að þeirri niðurstöðu að það gæti hún ekki og þá hlaut að vera önnur skýring á spurningunni? Eftir að hafa brotið heilann í smá stund og örugglega horft svolítið undarlega á hana komst ég að niðurstöðu, á nákvæmlega sama tíma og hún umorðaði spurninguna ... "Ertu í skáp nr. 140?" spurði hún og þá fór ég að skellihlægja, ekki af því spurningin væri svo fyndin heldur af því mér varð hugsað til þess hversu skrýtinn svipurinn á mér hlyti að vera og hversu skilningssljó hún hlyti að halda að ég væri. Þannig að ég sagði svo allir heyrðu "Nei, en ég er 43ja, ég á nefnilega afmæli í dag." Og svo hlógum við allar hjartanlega :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli