þriðjudagur, 6. nóvember 2007

Eftir að hafa verið á þeytingi í tvo daga

er hugurinn á mér svo ofvirkur að ég næ ekki að slaka á og sofna. Hvað er þá betra en setjast fyrir framan tölvuna og blogga aðeins? Aðalfréttin er sú að við eigendur Potta og prika skrifuðum undir leigusamning í Reykjavík og ætlum að flytja búðina á Glerártorg þegar það verður stækkað. Þessi ákvörðun var tekin að vel yfirlögðu ráði og við trúum því að fyrirtækið nái að blómstra í stærra húsnæði þar sem hægt verður að bæta við vöruúrvalið og fleira fólk á leið hjá. Það hefur háð okkur svolítið hvað verslunin er lítil í dag (þó það sé viss sjarmi fólginn í því) og viðskiptavinir kvarta undan því að gleyma okkur þarna í Strandgötunni. Þannig að það eru spennandi tímar framundan, við þurfum að fara á fullt að láta hanna búðina og undirbúa allt saman þannig að hægt sé að innrétta í aprílmánuði, en formleg opnun verður 2. maí. Jamm, nóg að gera á næstunni, jólaösin og svo Glerártorg - bara gaman að því!

Engin ummæli: