sunnudagur, 6. maí 2007

Áframhaldandi leti

Veit ekki hvað kom eiginlega yfir mig. Fór ekki í sund í þrjá daga og stóð varla í lappirnar í gær fyrir leti og þreytu. Spurning hvort það er lækkandi loftþrýstingur sem hefur þessi áhrif? Má allavega vona að þetta sé ekki bara minn eðlislægi persónuleiki að skína í gegn... Valur lét hins vegar engan bilbug á sér finna, fór í ræktina og eldaði þar að auki frábæran indverskan mat í gær sem Sunna og Kiddi borðuðu með okkur. Dagurinn í dag var aðeins skárri, ég fór í sund í morgun ásamt eiginmanninum, þvoði þvott, ryksugaði og skúraði eldhúsgólfið. Er búin að mæla mér mót við vinkonu mína á morgun og við ætlum að fara út að ganga saman, svo það er gulltryggt að ég leggst ekki bara í leti þegar ég er búin að vinna. Það er nú ágætt!

Engin ummæli: