Úti er hins vegar alveg yndislegt veður (dæmigert páskaveður), sól, logn, snjór og ekkert smá fallegt að horfa upp í Hlíðarfjall.
sunnudagur, 19. febrúar 2006
Hóst, hóst, hóst...
er algengasta hljóðið sem heyrist hér í húsi um þessar mundir. Þrír fjórðu heimilismeðlima eru kvefaðir og ég er orðin ótrúlega leið á að hlusta á rámar raddir og rykkjóttan hósta. Valur er búinn að vera lasinn í tíu daga en hefur farið í vinnu eins og hans er von og vísa. Ég var orðin eitthvað skrýtin (fremur venju) eftir hádegi á fimmtudag þannig að ég er bara á degi þrjú í pestinni og á föstudeginum var hringt í mig úr Lundarskóla og ég beðin um að sækja Ísak sem var þá kominnn með hita. Mér skilst að þetta sé ekkert einsdæmi, heilu fjölskyldurnar og hálfu vinnustaðirnir séu undirlögð af þessari pesti. Hvernig myndi Pollýanna taka á þessu máli? Ætli hún myndi ekki gleðjast yfir því að kvefpesti leiðir sjaldnast til dauða og þetta er þar af leiðandi bara spurning um að þreyja þorrann ;-)
Úti er hins vegar alveg yndislegt veður (dæmigert páskaveður), sól, logn, snjór og ekkert smá fallegt að horfa upp í Hlíðarfjall.
Úti er hins vegar alveg yndislegt veður (dæmigert páskaveður), sól, logn, snjór og ekkert smá fallegt að horfa upp í Hlíðarfjall.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli