Ég hafði þó vit á því að taka með mér gönguskó í vinnuna og á eftir, þegar þreytan ætlar mig lifandi að drepa, þá fer ég út að ganga. Snjöll!
þriðjudagur, 7. febrúar 2006
Er alveg hriiiikalega syfjuð í dag
og það þýðir bara eitt, ég verð alveg hræðilega utan við mig. Í morgun var ég nærri búin að gleyma að smyrja nesti handa strákunum (Valur gerir það venjulega en er á Sauðárkróki), svo var ég nærri búin að gleyma nestinu mínu heima en rak augun í það á síðustu stundu, ég gleymdi sundgleraugunum mínum í töskunni og var búin að læsa skápnum áður en ég áttaði mig, ég gleymdi að bera á mig body lotion þegar ég kom upp úr lauginni (ég gleymdi samt ekki að synda, haha) - og núna sit ég og les bókina sem ég er að kenna (hellingur af nýju efni sem ég hef ekki séð áður) og gleymi jafnóðum því sem ég er búin að lesa....
Ég hafði þó vit á því að taka með mér gönguskó í vinnuna og á eftir, þegar þreytan ætlar mig lifandi að drepa, þá fer ég út að ganga. Snjöll!
Ég hafði þó vit á því að taka með mér gönguskó í vinnuna og á eftir, þegar þreytan ætlar mig lifandi að drepa, þá fer ég út að ganga. Snjöll!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli