mánudagur, 4. apríl 2005

Fór á tónleika

með Kvennakór Akureyrar í gær. Það var bara alveg virkilega gaman, sérstaklega eftir hlé en þá var dagskráin ögn léttari. Lög frá Ungverjalandi, Perú og jafnvel negrasálmar. Þórhildur Örvarsdóttir stjórnaði kórnum af miklum krafti og Sigrún Arna Arngrímsdóttir söng einsöng. Ég held að ég hafi bara aldrei farið áður á tónleika með kór áður og ástæðan fyrir því að ég fór núna er sú að Hjördís vinkona mín sem er í kórnum er að flytja suður í vor þannig að þetta voru síðustu forvöð að sjá/heyra hana syngja. En mér fannst þetta svo gaman að það er spurning hvort ég sæki ekki bara um plássið hennar í kórnum...

Engin ummæli: