miðvikudagur, 20. október 2004

Tvennt

vakti athygli mína í Fréttablaðinu í dag.

Annað var frétt á forsíðu þar sem greint var frá því að Baldur Sveinbjörnsson, vinur okkar og prófessor við háskólann í Tromsö, hefði ásamt starfsfélögum sínum fundið lyfjameðferð sem vinnur á krabbameini í börnum. FÁBÆRT! Til hamingju með þennan árangur Baldur!

Hitt sem vakti athygli mína var kennslustefna Hrafnagilsskóla í Eyjafirði en inntaki hennar er lýst með orðunum:
"ALLIR HAFA HIÐ GÓÐA Í SÉR OG MÖGULEIKANN TIL AÐ VERÐA BETRI MANNESKJUR".
Við þetta þarf engu að bæta.

Engin ummæli: