fimmtudagur, 12. ágúst 2004

Mismunandi aðferðir kynjanna við að fara í sturtu

Já, hafi ég ekki vitað það áður, þá er það morgunljóst núna. Konur og karlar hegða sér afskaplega ólíkt við ýmis verkefni og hér er tengill inn á síðu sem lýsir því í hnotskurn hve ólíkt við berum okkur að við jafn einfalda athöfn og að fara í sturtu... http://frontpage.simnet.is/united/TE_sturtuferdir.htm

5 ummæli:

Halur Húfubólguson sagði...

Þessar konur eru margar sikk og ljóst að þær hafa fyrir löngu eyðilagt síðasta hárið og húðbitann á sér, hvort sem það er appelsína eða epli. Það er margt sem maður ekki veit, en eitt kemur þó ekki fram þarna; finnst lykt ef kona rekur við í vatni?

Þessi atriði hjá karlinum eru eins og gömul svart-hvít spóla í sauðalitunum sem allar kerlingar eru hættar að horfa á þar sem þær lesa bara "Hello" og "Þefað og heyrt" í dag. Það mætti kannski rífa eina blaðsíðu úr Njáli (-u) handa þeim t.a. staulast fram úr til jóla áður en þær fara að lesa allar ónauðsynlegu sjálfshjálparbækurnar sem bætast ofan á hægðatregðu hátíðarinnar.

Þetta á þó ekki við um elskulega eiginkonu mína og ráðgjafa.

Halur Húfubólguson sagði...

Þessar konur eru margar sikk og ljóst að þær hafa fyrir löngu eyðilagt síðasta hárið og húðbitann á sér, hvort sem það er appelsína eða epli. Það er margt sem maður ekki veit, en eitt kemur þó ekki fram þarna; finnst lykt ef kona rekur við í vatni?

Þessi atriði hjá karlinum eru eins og gömul svart-hvít spóla í sauðalitunum sem allar kerlingar eru hættar að horfa á þar sem þær lesa bara "Hello" og "Þefað og heyrt" í dag. Það mætti kannski rífa eina blaðsíðu úr Njáli (-u) handa þeim t.a. staulast fram úr til jóla áður en þær fara að lesa allar ónauðsynlegu sjálfshjálparbækurnar sem bætast ofan á hægðatregðu hátíðarinnar.

Þetta á þó ekki við um elskulega eiginkonu mína og ráðgjafa.

Guðný Pálína sagði...

Já, það verður fátt um svör þegar eiginmaðurinn hefur upp raust sína. Mér finnst hann kannski aðeins gleyma því að þetta átti bara að vera FYNDIÐ, ekki einhver heilagur sannleikur um kynin.

Nafnlaus sagði...

Hvernig er þetta með ykkur hjónin, fara samskiptin á milli ykkar eingöngu fram á rafrænu formi? ;O)
Rósa

Halur Húfubólguson sagði...

Það þýðir ekkert að væla yfir þessu, allir hlutir taka enda og klárast ef ekki af okkur þá gera þeir það af sjálfu sér. Þess má geta að það er svo mikið talað saman - málin rædd - í Vinaminni að sumir íbúar þurfa að skrifa blogg t.a. svala þörfinni; þeir komast ekki að púltinu.

Ástandið í garðinum heima síðdegis minnti á ferðina til Toskana í fyrra, undir sólhlíf í Toskana, svitnað soldið í sólinni, horft á kattarbjánana góðu, drukkið sterkt kaffi undir hlífinni sem er sú flottasta í bænum, meðan Hrefna sem á hvergi heima, stal sólbekk frúarinnar og kældi sig þess á milli með vatni hússins úr garðslöngu.

Farinn vestur..........