Annars eru þau voða kát þessa dagana þar sem snjórinn er loks farinn og þau komast óhindrað út að velta sér upp úr jörðinni. Máni hafði nú aldeilis himininn höndum tekið um daginn, en þá gat hann vel sér upp úr miklum rykbing hér úti á stétt. Reyndar breytti hann um lit í kjölfarið og varð drullugrár á litinn frá toppi til táar en honum stóð nokk á sama um það. Mér stóð hins vegar ekki á sama, enda ekki skemmtilegt að fá öll þessi óhreinindi inn í húsið. Hann var í kjölfarið lokaður inni í þvottahúsi á meðan hann þvoði af sér mestu drulluna.
Það er reyndar allt í drullu enn á neðri hæðinni. Svo ótrúlega mikið ryk sem kemur af svona framkvæmdum. Og ég ákvað einhvern tímann í ferlinu að ég ætlaði ekkert að þrífa fyrr en öll óhreinindavinna væri búin. Þannig að það eru ennþá svoleiðs þykk lög af múrryki yfir öllu á ganginum. En nú er þetta allt að klárast svo ég mun ábyggilega fara í að þrífa almennilega í dag eða í síðasta lagi um helgina.
Nú þarf ég að fara að koma mér í sturtu, fá mér morgunmat og græja mig fyrir vinnuna.
Já, og bara svona í óspurðum fréttum, þá er ég búin að klára að prjóna peysuna á Ísak. Á bara eftir að ganga frá endum, lykkja saman undir höndunum og þvo hana. Ætli ég leiti ekki á náðir Hrefnu eldri með að setja rennilásinn í, eins og venjulega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli