Annars bar til þeirra stórtíðinda í gær að til mín kom kona í vinnuna og bauð mér í morgunkaffi til sín í dag. Þvílíkt og annað eins hefur nú bara ekki gerst í mörg ár held ég. Var reyndar töluvert öðruvísi þegar ég var með lítil börn og þekkti fleiri heimavinnandi konur. En já, þannig að ég er bráðum að fara í þetta morgunkaffi og hef ekki tíma til að hringla lengur í þessu bloggi.
Er einhver sem hefur álit á þessu útliti miðað við þetta gráa?
4 ummæli:
Mér finnst betra að hafa dökka stafi á ljósum bakgrunni en öfugt. Þannig að þetta er betra fyrir minn smekk.
Er sammála Fríðu í þessu :-)
Geri jafnframt ráð fyrir at morgunkaffið hafi verið gott!
Þakka ykkur báðum fyrir að segja ykkar álit :) Ég hef þá dökka stafi á hvítum grunni, en á örugglega eftir að hræra eitthvað meira í restinni af síðunni ;)
Það er nú bjartara yfir þessu, svolítið í stíl við birtuna úti :-)
Kv
Sunna
Skrifa ummæli