En já, nú er spurningin, á ég að gera tilraun nr. 3 til að fara að sofa, eða á ég að fara að prjóna? Held að ég hangi a.m.k. ekki meira í tölvunni í bili.
laugardagur, 27. mars 2010
Jæja þá er mín andvaka einu sinni enn
Það virðist vera þannig þessa dagana að annað hvort get ég sofið 10 tíma á nóttu, já eða jafnvel meira, ef ég fæ tækifæri til, eða að ég get bara ekkert sofið. Það eru nú kannski ýkjur en ég á að minnsta kosti afar erfitt með að sofna stundum og þá sofna ég yfirleitt ekki fyrr en langt er liðið á nóttina. Nú er ég samt svo heppin að það er laugardagur á morgun og ég í fríi frá vinnu. Reyndar hafði ég hugsað mér að skreppa aðeins í vinnuna og klára að skrá vörur sem komu í gær inn í tölvukerfið. Það var nefnilega svo mikið að gera í dag í vinnunni að ég náði ekki að klára það. Raunar var ótrúlega mikil traffík af fólki þegar ég hugsa um það. Fæstir voru þó að gera einhver stórinnkaup, þetta voru nokkuð margar sölur en flestar í smærri kantinum. Svo var líka rennerí af fólki að skoða. Mikið sem það er skemmtilegra að vera í vinnunni þegar nóg er að gera. Ég hef mjög gaman af samskiptum við fólk og yfirleitt ganga þau vel fyrir sig, sem betur fer.
En já, nú er spurningin, á ég að gera tilraun nr. 3 til að fara að sofa, eða á ég að fara að prjóna? Held að ég hangi a.m.k. ekki meira í tölvunni í bili.
En já, nú er spurningin, á ég að gera tilraun nr. 3 til að fara að sofa, eða á ég að fara að prjóna? Held að ég hangi a.m.k. ekki meira í tölvunni í bili.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli