þriðjudagur, 23. mars 2010

Södd og sæl

Eða amk södd - og sæl líka, ef matur getur á annað borð gert mig sæla ;) Valur eldaði þetta dýrindis kjúklingapasta í kvöldmatinn og smakkaðist það afar vel með grænu salati og afgangi af rauðvíni frá því um daginn. Má náttúrulega ekki láta rauðvínið fara til spillis, annars er það ekki vani hér að drekka vín með mat í miðri viku. En þetta var nú bara örlítið tár og ekki til að hafa áhyggjur af. Nú er eiginlega markmiðið að fara að prjóna en ég er í letikasti. Nenni akkúrat engu í augnablikinu. Þyrfti samt að setja í þvottavél, þó ekki gerði ég annað en það. Svo er Ísak að bíða eftir lopapeysunni sinni, sem ég byrjaði á í síðustu viku. Þetta er svipað og þegar börnin voru lítil og verið var að keyra til Reykjavíkur. Þegar búið var að keyra í korter var spurt hvort langt væri eftir. Ísak skilur sem sagt ekki alveg hvernig prjónaskapur móður hans virkar. Ég er ekki eina viku með peysuna eins og sumar harðsoðnar prjónakonur. En mér er ekki til setunnar boðið, best að fitja upp á ermi nr. 2 ;)

3 ummæli:

Fríða sagði...

Spennandi að fara hér inn og sjá litinn á blogginu, hann hefur breyst í hvert skipti sem ég hef gáð núna :)

Það er miklu skemmtilegra að prjóna lopapeysur ofanfrá, þá t.d. þarf ekki að fitja upp á ermum. Mæli með þeirri aðferð.

Guðný Pálína sagði...

Þetta er dularfullt, kommentin hverfa af síðunni. Ég má nú ekki við því þegar svona fáir kommentera... Veit einhver hvernig stendur á þessu?

Fríða sagði...

prófa að kommenta aftur, ég sagði eitthvað um að það væri spennandi að sjá hvaða litur er á síðunni þegar maður lítur hér við, hann breytist :)