Hér kemur mynd úr ferðinni okkar á Melrakkasléttu. Ég reyndi að spjalla aðeins við kindurnar til að fá þær til að sitja fyrir á mynd, en það gekk ekki sérlega vel. Þær voru nú samt pínu forvitnar, en ekki nægilega.
Nú nokkrum dögum fyrir Noregsferð er Ísak búinn að vera veikur í þrjá daga. Mjög skemmtilegt eða þannig, því þá verða þetta nærri tvær vikur sem hann missir úr skóla en ekki bara ein. En við því er víst ekkert að gera. Hann er það sterkur námsmaður að honum ætti ekki að verða skotaskuld úr því að vinna þetta upp.
Það er frekar rólegt í vinnunni þessa dagana eins og hefðbundið er í septembermánuði. Samt er ég hálf lúin eftir vinnuna í dag en það helgast nú af því að ég datt í eitthvað tiltektaræði þegar ég var að leita að ákveðnum hlut. Fann reyndar hlutinn fyrir rest svo það var nú aldeilis ánægjulegt.
Ætli sé ekki best að setja í eins og eina þvottavél núna, þarf að hafa þessar fáu spjarir sem Ísak á hreinar fyrir ferðina.
þriðjudagur, 22. september 2009
Sauðfé í sólinni
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli