mánudagur, 14. apríl 2008

Á móti sól


Á móti sól, originally uploaded by Guðný Pálína.

Ég er að reyna að finna leiðir til að njóta þessa að vera heima (takið sérstaklega eftir því að ég sleppti neikvæðu lýsingunni "að finna leiðir til að drepa tímann") þrátt fyrir að hreyfigetan sé afar takmörkuð. Nú er komið hádegi og þetta gengur bara nokkuð vel. Lá í sófanum og las mér til um myndavélina mína og fór svo að svipast um eftir myndefnum. Tók fyrst nokkrar myndir af blómunum sem mér voru færð á sjúkrahúsið (Valur kom með rósavönd og Surekha kom með fjólubláa túlipana) en fór svo út á tröppur og smellti af nokkrum myndum þar. Ekkert smá flott veðrið núna! Ég myndi fara út að ganga, þó ég þyrfti að skakklappast, ef ég bara kæmist í skóna mína en það geri ég víst ekki.

Góðu fréttirnar eru þær að byggingafulltrúi er búinn að samþykkja teikningarnar að versluninni okkar á Glerártorgi þannig að nú geta framkvæmdir hafist. Stefnt er að opnun þann 22. maí.

Engin ummæli: