föstudagur, 8. febrúar 2008

Rauðir ullarsokkar

Eftir að hafa þvælst um garnbúðir bæjarins (hm, eða tvær þeirra þriggja verslana sem selja garn hér á Akureyri) og skoðað prjónablöð af miklum móð varð það niðurstaðan að næsta verkefni mitt yrði að prjóna hlýja ullarsokka handa fótköldu frúnni. Hálfkláraða peysan frá í fyrra liggur enn ofan í poka, þ.e. er komin þangað aftur, eftir að ég tók hana upp um daginn til að kanna hvernig staðan á henni væri. Komst að því að ég var búin með bakstykkið, annað framstykkið og langt komin með hitt framstykkið. Það er bara eitthvað svo agalega erfitt að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og mér vex í augum að reyna að finna út nákvæmlega hvar ég á að byrja (þ.e. út frá leiðbeiningunum altso). Ekki vildi ég byrja á álíka "stóru" verkefni aftur, án þess að klára fyrst þessa blessaða peysu, þannig að sokkar urðu þrautalendingin. Nú verður spennandi að sjá hvort ég a) byrja yfirhöfuð á þeim, b) byrja og skil þá eftir hálfkláraða, c) næ að klára heila tvo sokka sem eru báðir nokkurnveginn jafnstórir...

Engin ummæli: