laugardagur, 23. febrúar 2008

Annar skrýtinn dagur?

Svaf til klukkan níu og hefði þá átt að vera úthvíld en var eins og trukkur hefði ekið yfir mig. Fór í sund þrátt fyrir að nenna því eiginlega ekki og leið töluvert betur á eftir. Hresstist enn meira við að fá kaffi hjá eiginmanninum og hélt að þá væri ég komin í gírinn en það var skammgóður vermir. Hef nákvæmlega ekkert gert af viti í dag fyrir utan að setja í eina þvottavél og hengja upp. Ætlaði helst að laga eitthvað til í húsinu og leiðrétta þær bókhaldsvillur sem mín takmarkaða bókhaldskunnátta dugar til - en er ekki að nenna því í augnablikinu. Er eiginlega ekki að nenna neinu akkúrat núna en hef samt löngun til að upplifa tilfinninguna sem fylgir því að hafa verið dugleg. Verð bara að vera ánægð með það litla sem ég þó geri...

Ísak er enn eina ferðin orðinn veikur, í þetta sinn með hálsbólgu og kvef. Hann er að fara með skólanum að Reykjum í Hrútafirði á mánudaginn og segist ætla að fara þó hann verði enn veikur. Vonandi hressist hann.

Engin ummæli: