þriðjudagur, 11. september 2007

Komin heim frá Spáníá


Gaman saman, originally uploaded by Guðný Pálína.

og eins og sjá má á þessari mynd þá áttum við virkilega góðar stundir í Barcelona. Veðrið var yndislegt, sól og 22-30 stiga hiti og við bara slöppuðum mest af og höfðum það gott. Kíktum aðeins á Mírósafnið og kirkjuna hans Gaudís, löbbuðum einu sinni niður "Römbluna", heimsóttum heimavöll Barca fótboltaliðsins og rúntuðum pínu í túristastrætó en létum annars hefðbundnar túristaslóðir eiga sig. Vorum mikið á ströndinni sem var ca. 200 metra frá íbúðinni sem við leigðum og þar voru nánast bara Spánverjar fyrir utan okkur. Sem sagt, hið besta frí og við hefðum gjarna viljað vera lengur... :-)

Engin ummæli: