er þvottakarfa sem áður hýsti dökkan þvott. Lokið brotnaði af henni fyrir langa löngu og ég saknaði þess svo sem ekkert. Hins vegar skildi ég ekkert í því þegar við komum heim frá Spáni og ég var að setja í þvottavél, hvað það var rosalega mikið af kattarhárum í óhreina þvottinum. Það tók mig langan tíma að hreinsa það mesta úr með límrúllu áður en ég gat sett í vélina. En ég komst fljótlega að því hvernig í pottinn var búið. Kannski hefur Birta fundið til notalegrar öryggistilfinningar að liggja ofan á fötum með lyktinni af okkur? Hver svo sem ástæðan er þá er hún svo að segja "flutt" ofan í körfuna, þrátt fyrir að það hljóti að vera vissum erfiðleikum háð að komast ofan í hana því hún er frekar há og mjó og ég er búin að taka öll föt uppúr henni nema vinnubuxurnar hans Andra frá því í sumar. Hrefna sagðist hafa séð í dýraþætti í danska sjónvarpinu að kettir hefðu meiri þörf fyrir að upplifa öryggi þegar þeir yrðu gamlir, og Birta er nú að verða átta ára. Þannig að nú vantar mig nýja þvottakörfu...
sunnudagur, 23. september 2007
Nýi uppáhaldsstaðurinn hennar Birtu
er þvottakarfa sem áður hýsti dökkan þvott. Lokið brotnaði af henni fyrir langa löngu og ég saknaði þess svo sem ekkert. Hins vegar skildi ég ekkert í því þegar við komum heim frá Spáni og ég var að setja í þvottavél, hvað það var rosalega mikið af kattarhárum í óhreina þvottinum. Það tók mig langan tíma að hreinsa það mesta úr með límrúllu áður en ég gat sett í vélina. En ég komst fljótlega að því hvernig í pottinn var búið. Kannski hefur Birta fundið til notalegrar öryggistilfinningar að liggja ofan á fötum með lyktinni af okkur? Hver svo sem ástæðan er þá er hún svo að segja "flutt" ofan í körfuna, þrátt fyrir að það hljóti að vera vissum erfiðleikum háð að komast ofan í hana því hún er frekar há og mjó og ég er búin að taka öll föt uppúr henni nema vinnubuxurnar hans Andra frá því í sumar. Hrefna sagðist hafa séð í dýraþætti í danska sjónvarpinu að kettir hefðu meiri þörf fyrir að upplifa öryggi þegar þeir yrðu gamlir, og Birta er nú að verða átta ára. Þannig að nú vantar mig nýja þvottakörfu...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli