sunnudagur, 16. september 2007

Haust-tiltekt

Ég fæ alltaf þörf fyrir að laga til í skápum og skúffum á vorin og haustin. Það er reyndar misjafnt hversu aðkallandi þessi þörf er og hvað ég tek mikið í gegn en ég safna allavega ekki jafn miklu drasli á meðan. Í morgun fór ég í gegnum innihaldið í forstofuskápnum og ýmislegt fékk að fjúka. Vetrarskór og skíðabuxur af Ísak síðan í fyrra og hittifyrra, hvort tveggja orðið of lítið á hann, stakir vettlingar, derhúfur sem enginn notar o.s.frv. Svo var það nú ætlunin að mála forstofuna við tækifæri en það er nú spurning hvenær maður er í stuði... Heyrði í Önnu systur í vikunni og þau eru í dugnaðarkasti að taka í gegn þvottahúsið, verst að ég get ekki skroppið til hennar í kaffi og fylgst með breytingunum en það er víst heldur langt á milli okkar til að það sé mögulegt. Jamm og jæja, best að hætta þessu rausi og halda áfram að vera dugleg :-)

Engin ummæli: