Nema hvað, þar sem ég ligg með lokuð augun heyri ég að hann fer á klósettið svo ég reisi mig upp og athuga hvað klukkan er. Sýnist hún vera tuttugu mínútur yfir átta svo ég hugsa með mér að það sé um að gera að drífa sig á fætur og í sund. Klæði mig og segi Vali frá fyrirætlun minni. Hann hikaði í smá stund en ákvað svo að koma með. Það var ekki fyrr en ég var komin fram í eldhús að ég sá að klukkan var ekki nema hálf átta. Þá var ég búin að bjóða Ísaki að koma með okkur í sundið, sem hann þáði. Því miður opnar sundlaugin ekki fyrr en klukkan átta um helgar svo við þurftum að bíða róleg þangað til. Hins vegar höfðum við sundlaugina nánast út af fyrir okkur!
mánudagur, 3. apríl 2006
Við Valur og Ísak vorum mætt í sund
klukkan átta í gærmorgun, á sunnudagsmorgni takið eftir! Ástæðan fyrir því var nú reyndar hálf skondin. Ég vaknaði nefnilega og fannst að það hlyti að vera orðið þónokkuð framorðið því mér leið eins og ég væri útsofin. En ég nennti ekki að reisa mig upp í rúminu og snúa mig nánast úr hálslið til að sjá hvað klukkan væri. Það er bara klukka Vals megin og hann snýr henni alltaf á ská frá sér þannig að það krefst meiri háttar fimleikaæfinga af minni hálfu að líta á klukkuna.
Nema hvað, þar sem ég ligg með lokuð augun heyri ég að hann fer á klósettið svo ég reisi mig upp og athuga hvað klukkan er. Sýnist hún vera tuttugu mínútur yfir átta svo ég hugsa með mér að það sé um að gera að drífa sig á fætur og í sund. Klæði mig og segi Vali frá fyrirætlun minni. Hann hikaði í smá stund en ákvað svo að koma með. Það var ekki fyrr en ég var komin fram í eldhús að ég sá að klukkan var ekki nema hálf átta. Þá var ég búin að bjóða Ísaki að koma með okkur í sundið, sem hann þáði. Því miður opnar sundlaugin ekki fyrr en klukkan átta um helgar svo við þurftum að bíða róleg þangað til. Hins vegar höfðum við sundlaugina nánast út af fyrir okkur!
Nema hvað, þar sem ég ligg með lokuð augun heyri ég að hann fer á klósettið svo ég reisi mig upp og athuga hvað klukkan er. Sýnist hún vera tuttugu mínútur yfir átta svo ég hugsa með mér að það sé um að gera að drífa sig á fætur og í sund. Klæði mig og segi Vali frá fyrirætlun minni. Hann hikaði í smá stund en ákvað svo að koma með. Það var ekki fyrr en ég var komin fram í eldhús að ég sá að klukkan var ekki nema hálf átta. Þá var ég búin að bjóða Ísaki að koma með okkur í sundið, sem hann þáði. Því miður opnar sundlaugin ekki fyrr en klukkan átta um helgar svo við þurftum að bíða róleg þangað til. Hins vegar höfðum við sundlaugina nánast út af fyrir okkur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli