föstudagur, 14. apríl 2006

Loksins kom að því

að ég náði rétta jafnvæginu á skíðunum. Ég hef verið með hálfgert ástar-haturs samband við Fjallið því ég er ekkert sérlega góð á skíðum og mitt eina markmið hefur verið að komast niður brekkuna án þess að detta. Hef alltaf vitað að það var vegna þess að ég var ekki að finna rétta jafnvægið í líkamanum en mér hefur heldur ekki tekist að gera neitt með þá vitneskju. Við Valur skelltum okkur á skíði klukkan níu í morgun, um leið og það opnaði, en Ísak var því miður veikur heima og Andri svaf. Svo langaði Val að renna sér aðeins í Strýtunni og ég sat bara í sólbaði á meðan og horfði á hitt skíðafólkið renna sér. Fylgdist m.a. með tveimur skíðamönnum sem komu ofan úr Strýtu og renndu sér áfram niður eftir. Tók eftir því hvernig þeir hölluðu sér áfram og liðu algjörlega áreynslulaust um brekkuna. Eftir tvær ferðir var Valur búin að fá útrás fyrir mestu Strýtu-þörfina og við héldum áfram að renna okkur. Og bingó! Allt í einu gat ég rennt mér og hafði það á tilfinningunni að ég réði fullkomlega við skíðin - ég hefði getað skíðað endalaust og brekkan var alltof stutt. En þvílíkur munur, þarna tókst mér allt í einu að taka það sem heilinn á mér vissi og túlka það með líkamanum. Gaman að þessu ;-) En við stoppuðum ekki lengi uppfrá, vorum í ca. einn og hálfan tíma og þegar við vorum að fara var allt að fyllast af fólki. Skyldi engan undra, veðurblíðan var þvílík.

Engin ummæli: