þriðjudagur, 14. júní 2005

Las Grafarþögn

á einu bretti í gærkvöldi. Veit ekki hvers vegna ég þarf alltaf að gleypa bækur svona í einum munnbita - líður ekkert vel á eftir. Finnst ég hálf innantóm eitthvað þrátt fyrir að bókin hafi verið góð. En svona er þetta bara - get einhvern veginn aldrei lesið skáldsögur öðruvísi en í einum rykk.

Hef verið grasekkja í einn og hálfan sólarhring þar sem Valur er í veiði. Hér hefur ríkt mikið afslappelsi í matargerðinni á meðan, í gær voru pylsur sem við Andri hjálpuðumst að við að grilla og í dag... já, í dag bað Andri um að fá Subway og varð að ósk sinni. Hann lét sig meira að segja hafa það að hjóla niður í bæ eftir kafbátunum - það er mikið á sig lagt ;-)

En nú er ég að fara á fund í KA vegna fyrirhugaðrar ferðar Ísaks og félaga á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Best að taka með sér blað og penna, treysti ekki á alzheimer-light heilann minn.

Engin ummæli: