fimmtudagur, 23. júní 2005

Ef það er ekki kominn tími til að blogga

þá veit ég ekki hvað... Hef verið svo steikt í höfðinu undanfarið eftir að horfa á tölvuskjá í 6-8 tíma á dag að ég hef ekki verið í stuði til að setjast fyrir framan tölvuna þegar heim kom.

Ísak er kominn til Vestmannaeyja þar sem hann er "gulur og glaður" með hinum KA strákunum. Liðið hans er búið að spila tvo leiki og gerðu þeir jafntefli í þeim fyrri en unnu þann seinni. Það er gott fyrir okkur sem heima sitjum að geta fylgst með mótinu á heimasíðunni. Mér tókst að merkja allan hans farangur (meira að segja nærbuxurnar líka) áður en hann fór og var bara nokkuð ánægð með sjálfa mig. Sérstaklega þegar ég áttaði mig á því að merkimiðarnir með nafninu hans (sem ég keypti þegar hann byrjaði á leikskóla en notaði aldrei) voru ekki til að sauma í, heldur var lím neðan á þeim og hægt að festa með straujárni.

Sem var reyndar bæði gott og slæmt og töpuðust einir fótboltasokkar vegna þess. Þannig var að ég hafði merkt eitt par af sokkum og datt þá í hug að það væri nauðsynlegt fyrir hann að eiga sokka til skiptanna, t.d. ef það mmyndi rigna. Ég dreif mig þess vegna og keypti annað sokkapar - sem reyndar leit ekki alveg eins út og hinir sokkarnir en voru samt KA sokkar. Jæja, fer heim með þá og ætla að merkja þá í hvelli, skelli straujárninu á (hafði sem betur fer bökunarpappír á milli) og viti menn sokkarnir bara bráðnuðu fyrir framan augun á mér og breyttust í plastklump (þ.e.a.s. sá hluti sem lenti undir straujárninu). Þvílíkt drasl! Ég mátti gjöra svo vel að fara aðra ferð í búðina, kaupa nýtt par af sokkum og merkja þá með tússpenna (svona eins og Sunna benti mér á ;-) Já, svona fór um sjóferð þá.

Engin ummæli: