sunnudagur, 5. júní 2005

Það eina

sem ég hafði ætlað mér að gera um helgina - en gerði ekki - var að kaupa sumarblóm og reyna að skreyta svolítið í kringum húsið. Hm, frekar lítil afköst! Á föstudagskvöldið fór ég til Unnar vinkonu minnar og hún bauð mér upp á hvítvín og ferskan ananas (sem passaði bara ótrúlega vel saman) á meðan við sátum við eldhúsborðið og spjölluðum saman í rólegheitum. Var meira að segja komin heim um ellefuleytið svo þetta var nú ekki mikið útstáelsi. Í gærkvöldi vorum við svo boðin í mat til Sunnu og Kidda (takk kærlega fyrir okkur, þetta var virkilega góður matur ;-) þannig að þetta er búin að vera fín helgi hvað góðan félagsskap snertir. Í morgun fórum við Valur svo út að ganga í Krossanesborgir en þar er mikið fuglalíf og gaman að ganga um í góða veðrinu. Að öðru leyti fór helgin í að þvo þvotta, liggja í sólbaði, lesa bók, hanga á netinu... need I say more?

Engin ummæli: