föstudagur, 24. desember 2004

Allt

orðið hvítt úti, inni syngur Sissel Kyrkjebø og matarlyktin úr smiðju bóndans fyllir vitin.

Ég er í smá pásu, það er segin saga að þrátt fyrir fögur fyrirheit er ég alltaf á síðasta snúningi í tiltektinni á aðfangadag. En þetta er nú allt í góðum gír hjá mér, er meira að segja byrjuð að leggja á borð í stofunni og klukkan ekki einu sinni orðin fjögur.

Hef þetta ekki lengra að sinni, óska öllum Bloggheimsbúum (og hinum líka) gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Jólakveðjur að norðan ;-)

Engin ummæli: