fimmtudagur, 23. september 2004

Er skapi næst

að kvarta undan kennaraverkfallinu. Unglingurinn á heimilinu á góðri leið með að snúa sólarhringnum við, þótt hann sé örugglega ekki sammála því, enda sefur hann BARA til kl. eitt á daginn. Nú getur hann verið í tölvunni allan þann tíma sem hann er vakandi með þeirri undantekningu þó að hann fer á handboltaæfingar 4 sinnum í viku. Bróðir hans er ótrúlega duglegur að hafa ofan af fyrir sér sjálfur og í morgun vaknaði ég við það að hann var að spila dracco við sjálfan sig kl. hálf tíu en þá hafði hann verið vakandi í tvo tíma. Annað en svefnpurrkan mamma hans sem tók sér frí í vinnunni fyrir hádegi og lét það eftir sér að sofa út. Eins og það væri ekki nóg þá sofnaði ég líka eftir kvöldmatinn og svaf í klukkutíma, milli sjö og átta. Spurning hvernig mér gengur að sofna í kvöld?? Það er þessi blessuð skammdegisþreyta mín, ég ætti nú að vera farin að þekkja hana. Þarf að drífa í því að sækja dagsbirtulampann minn í geymsluna svo ég fari að hressast.
Jæja, Valur fór í Brynju að kaupa ís - ætli sé ekki best að fara að taka til skálar, íssósu og ískex....NAMM!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

... ertu ekki enn búin að jafna þig eftir helgarjammið?

Guðný Pálína sagði...

Ég neita nú að svara þessu nema fá að vita fyrst hver spyr????

Nafnlaus sagði...

hélt að þetta væri svo augljós - félagi jamm ;O)

Guðný Pálína sagði...

Ókey, fyrst þetta ert þú....... jú, það getur vel verið að þreytan í vikunni hafi sumpartinn stafað af því hversu langan tíma það tók að jafna sig eftir helgina. Ég sótti nú samt dagsbirtulampann út í geymslu í gær, það var nú reyndar Valur sem gerði það. Hann er farinn að þekkja einkennin og hefur sýnst að mér veitti ekki af smá ljósameðferð! Hvað með þig þá, hvernig var vikan hjá þér?