mánudagur, 15. apríl 2013

Akureyri weather report



Fólk hér norðan heiða er flest að verða býsna þreytt á snjó og vetri. Svona var veðrið þegar ég fór í gönguferð í gærmorgun og það var svipað í dag. Hm, í dag fór ég hins vegar ekkert út að ganga. Vaknaði ekki nógu snemma til að fara fyrir vinnu og eftir vinnu var ég svo lúin að ég gerði ekkert af viti.

Á morgun er ég svo að fara á hárgreiðslustofu kl. 12 og að vinna kl. 14-18:30, svo það verður frekar langur dagur, svona á minn mælikvarða. En ég áttaði mig allt í einu á því að við Valur erum að fara á árshátíð um helgina og það gengur náttúrulega ekki að mæta þangað með gráa rót ...

Árshátíðin sjálf er tilhlökkunarefni en fyrirkvíðanleg á sama tíma. Hún er haldin í veiðiheimili í Þingeyjarsýslu og líklega munum við fara austur á föstudagskvöldinu og vera fram á sunnudag. Hinn möguleikinn er að fara austur snemma á laugardegi, en sennilega er bara betra að vera komin á staðinn strax á föstudegi og reyna að hvíla sig framan af laugardegi. Það er að segja, ég að hvíla mig, ekki Valur, hann verður í einhverju prógrammi fram eftir degi.

Það verður gaman að komast aðeins að heiman og breyta um umhverfi en á sama tíma þá er jú alltaf spurningin hvernig formið á frúnni verður. Mun ég ná að njóta þess að vera þarna, eða verð ég þreytt og óupplögð? Það má alltaf vona að hið fyrrnefnda verði uppi á teningnum. Sakar ekki að láta sig dreyma ...

P.S. Myndin er tekin á klöppunum norðan Háagerðis. Þetta er passlega langur göngutúr fyrir mig (fram og til baka þ.e.a.s) og ekki spillir fyrir að á góðum degi er þarna fallegt útsýni út fjörðinn.

Engin ummæli: