miðvikudagur, 6. júlí 2011

Framhald ferðasögu

Old times by Guðný Pálína
Old times, a photo by Guðný Pálína on Flickr.
Ég er bara óendanlega löt þessa dagana og nenni ekki einu sinni að blogga.

En á fimmtudeginum fórum við sem sagt í túristaferð út í eyna Vigur. Hér er mynd þaðan, ein af örfáum sem heppnuðust. Mér fannst mjög gaman að koma þangað, enda kann ég alltaf vel við mig nálægt sjónum og hvar er maður nær sjónum heldur en á eyju? En að minnsta kosti þá var þetta fín ferð og þegar við komum aftur í land þvoði Valur bílinn af því næst fórum við á flugvöllinn og sóttum foreldra hans sem komu frá Reykjavík. Þau höfðu ekki komið til Ísafjarðar í 40 ár og aldrei til Þingeyrar að líta húsið þeirra Guðbjargar og Hjartar augum. Það var mjög notalegt að vera þarna öll saman. Þetta get ég náttúrulega sagt af því ég var gestur og þurfti ekki að hafa áhyggjur af matartilbúningi eða öðru...

Á föstudeginum fórum við Valur í sund og borðuðum svo í hádeginu í Simbahöllinni. Ég mæli endilega með því að fólk á ferð á þessu landssvæði komi við í Simbahöllinni. Þar er bæði hægt að fá dásamlegar belgískar vöfflur (sem við klikkuðum einhverra hluta vegna á núna), súpu í hádeginu og heitan rétt á kvöldin. Hahaha, já nú man ég það. Nánast öll matartekja þennan daginn fór fram á kaffi- og veitingahúsum, bara fyndið ;) En já svo buðu Gunna og Matti okkur í kaffi á Hótel Sandafelli og um kvöldið borðuðum við öll í Simbahöllinni. Þá opnaði Guðbjörg myndlistarsýningu þar (mjög flottar myndir sem hún málaði og tengjast húsinu sem þau eru að gera upp þarna á Þingeyri) og við kíktum á sýninguna og borðuðum afrískan pottrétt sem var afskaplega bragðgóður.

Framhald síðar... Nú er ég að fara að horfa á vídeó með Val.

Engin ummæli: