miðvikudagur, 4. maí 2011

Ljósmyndasýningar á færibandi

Já mér finnst svo stutt síðan við í ljósmyndaklúbbnum vorum með sýningu í tengslum við Gildaginn, en nú er komið að öðrum Gildegi og annarri sýningu. Í þetta sinn er búið að mála sýningarrýmið og koma fyrir nýjum ljósum, svo þetta verður mun betra en síðast. Núna erum við líka fleiri sem tökum þátt, eða átta konur í allt. Ég er búin að láta prenta tvær myndir og setja á "fóm" (sem er þunnt plast) en er mikið að spá í hvort ég eigi að láta prenta eina mynd í viðbót og skipta hugsanlega út fyrir eina hinna. Við hittumst á fundi í kvöld og vorum að ræða um sýninguna og svo á að hittast á föstudaginn í sýningarrýminu og skipuleggja staðsetningu myndanna. En á föstudaginn er ég með konuklúbb, og get víst ekki verið á tveimur stöðum í einu. Hinar stelpurnar græja þetta þá bara.

Á föstudaginn er líka árshátíð hjá Ísaki, matur og ball. Hann á ný jakkaföt en vantar skó, svo það á eftir að finna út úr því. Ég á líka eftir að gera veitingar fyrir klúbbinn - og já svo er fundur hjá Félagi kvenna í atvinnurekstri á morgun  kl. 18. Úff, þetta er í það mesta fyrir Guðnýju gömlu... Veit ekki hvort ég á bara að slaufa fundinum. Æ, það kemur í ljós, ætli ég verði ekki bara að sjá til hvernig staðan verður á mér á morgun, ég var nú ekki sú allra hressasta eftir vinnu í dag.

Engin ummæli: