fimmtudagur, 14. apríl 2011

Ég var heppin að vera í fríi í gær

Því það er ekki séns að ég hefði getað farið í vinnuna. Ég vaknaði alveg gjörsamlega undirlögð af "beinverkjum" og leið eins og ég væri alveg fárveik. Staulaðist fram, græjaði Ísak fyrir skólann og fór svo aftur upp í rúm og lá þar fram undir hádegi. Um tvöleytið var ég orðin nógu hress til að fara í sturtu og þó ég væri slöpp eftir sturtuna, þá var ég orðin mun betri aðeins síðar. Dreif mig meira að segja í bæinn að útrétta aðeins. En þrátt fyrir það, þá þorði ég ekki að fara á fund með ljósmyndaklúbbnum í gærkvöldi, vildi ekki taka neina sénsa. Hins vegar er ég alveg þokkalega hress í dag (svona miðað við mig) svo það er nú gott :-) Nógu hress til að blogga í vinnunni, hehe. Það er nú býsna rólegt hér á torginu í dag en lifnar vonandi yfir pleisinu þegar líða tekur á daginn.

Engin ummæli: