þriðjudagur, 14. september 2010

Þyrfti að fara að fá mér morgunmat

en er ekki að nenna því. Aðallega vegna þess að ég veit ekkert hvað mig langar í. Hm, kannski ég spæli mér bara egg í morgunmat, eða geri egg í brauði. Er orðin hálf leið á haframjöli og langar ekki í kaldan ávaxtabúster því mér var hálf kalt eftir sundið. Já ég veit, mjög merkilegar pælingar. En ég þarf að fara að gera eitthvað plan með mataræðið hjá mér svo þetta endi ekki bara í brauði og mjöli alla daga. Suma daga er það haframjöl á morgnana, brauð í hádeginu og brauð í kaffinu og það er alltof mikið. Ég hef þá trú að allt þetta brauðát sé ekki gott fyrir mann - en það er hægara sagt en gert að kenna gömlum hundi að sitja. Jamm og jæja, en nú er ég orðin verulega svöng, svo ég er farin.

Engin ummæli: