Valur er líka kominn aftur í frí og er sprækur sem lækur :) Í gær gekk hann á Herðubreið án þess að blása úr nös, og spurning hvað hann gerir næst. Reyndar gæti verið að við myndum skreppa suður í einn eða tvo daga en það er allt óákveðið ennþá.
Hrefna er ennþá hér heima og verður fram til loka ágúst. Skólinn hjá henni byrjar í september og þá fer hún í einhverja daga en svo er frí fram í seinni partinn í október. Undarlegt fyrirkomulag svo ekki sé meira sagt. Jólafríið er hins vegar mjög stutt að þessu sinni.
Ísak tók það upp hjá sjálfum sér að fara að synda nánast daglega og fer bara einn og syndir. Lengst hefur hann synt 50 ferðir í einu og það finnst mér nú mjög gott hjá honum. Fótboltaáhuginn er hins vegar verulega á niðurleið og náði lágmarki eftir 5-2 tap gegn Dalvíkingum á laugardaginn var.
Mamma og Ásgrímur eru farin aftur heim til sín, fóru á laugardaginn og óku yfir Kjöl. Það var gaman að fá þau þó þau stoppuðu ekki lengi.
Ég sjálf er eitthvað andlaus þessa dagana. Var orðin yfir mig þreytt eitthvað og það er nú einu sinni þannig með mig að ef það er eitthvað að mér líkamlega þá er það ansi fljótt að smita yfir á andlegu hliðina (smá hönnunargalli...). En eins og ég hef áður sagt, þegar botninum er náð liggur leiðin bara uppá við :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli