laugardagur, 3. maí 2008

"Þetta er allt að koma"

er líklega algengasti frasinn sem hrýtur af vörum mínum um þessar mundir. Og já já þetta er allt að koma. Ég styrkist með hverjum deginum sem líður og fann greinilegan mun á mér þegar ég fór í sund í morgun, miðað við þegar ég fór í sund fyrir sex dögum síðan. Það verður eiginlega að segjast eins og er að það kemur mér hálfpartinn á óvart hversu meðvitað fólk er um þá staðreynd að ég fékk brjósklos og allir vilja vita hvernig gengur.

Næst algengasta spurningin sem ég fæ þessa dagana er "Hvernig gengur að innrétta á Glerártorgi?" og því svara ég eitthvað á þá leið að það sé allt í réttum farvegi. Búið að reisa milliveggi, málarinn er búinn að mála loftið og er langt kominn með veggina. Við þurfum að ákveða á mánudaginn hvaða tilboði við ætlum að taka í ljósin (sem eru "by the way" ótrúlega dýr). Jónas í Valsmíði er á fullu að smíða innréttingarnar og - já þetta klárast vonandi allt á réttum tíma. Það eru tæpar þrjár vikur til stefnu... ;-)

Ég ætla að byrja að vinna aftur á mánudaginn, er ekki að meika að hanga svona heima lengur. En af því allir eru nú að segja mér að passa mig og taka því rólega þá ætla ég bara að vinna 2 tíma á dag til að byrja með. Hlakka samt til.

Læt þetta gott heita, er farin að horfa á Morse með hössbandinu.

Engin ummæli: