laugardagur, 2. júní 2007
Laugardagur til lukku
Ekki það að nein sérstök lukka hafi elt mig í dag - en engin ólukka heldur... Við byrjuðum daginn á að hreinsa til í okkar nærumhverfi, mættum upp í Lundarskóla klukkan tíu og eyddum næsta klukkutímanum í að tína rusl ásamt fleiri íbúum hverfisins. Það var nú bara svolítið gaman að taka þátt í því að gera hverfið fallegra en það var reyndar ekkert óskaplega mikið rusl. Við slepptum því að vísu að taka þátt í hverfishátíðinni sem fylgdi í kjölfarið, bakið á mér þoldi ekki meira og Valur fór að slá lóðina. Að öðru leyti var tíðindalítið á vesturvígstöðvunum, ég ryksugaði gólfið, þvoði eina vél og gerði tilraun til að fara í bæinn og skoða föt en bar ekkert úr býtum í þeirri ferð. Annað mátti segja um ferð mína í bleika grísinn, þaðan kom ég klyfjuð út. Í þessum skrifuðu orðum er Valur að elda dýrindis máltíð og best að koma sér fram í eldhús til að missa nú ekki af matnum :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli