mánudagur, 3. október 2005

Sissel heillaði landann uppúr skónum

enda með eindæmum skemmtileg söngkona. Hefur mikla útgeislun og greinilega húmor líka. Ég var svo ánægð með að hún skyldi tala norsku á tónleikunum, óttaðist það nefnilega fyrirfram að hún myndi tala við áheyrendur á ensku milli laga en mig langaði svo ógurlega að hlusta á Bergens-mállýskuna hennar. Eini gallinn við þessa annars ágætu tónleika var sá að mér fannst allt þetta undirspil (sinfóníuhljómsveit, kór og hennar eigið band) og ljósashow, vera fullmikið á köflum. Hefði frekar viljað einfaldari útsetningar á lögunum - meiri Sissel og minna af öllu hinu. En þetta var engu að síður skemmtilegt ;O)

Var að kenna í kvöld frá 17-19. Get ekki sagt að ég sé í mínu besta formi á þeim tíma sólarhringsins en þetta hefst nú allt engu að síður. Svo eru nemendurnir líka þreyttir... og svangir... þannig að það er ekki beint hægt að kalla þetta kjöraðstæður til náms.

Engin ummæli: