þriðjudagur, 15. febrúar 2005

Hef verið afar slök í blogginu

undanfarið eins og "dyggir" lesendur mínir hafa eflaust tekið eftir. Ýmislegt hefur valdið því en aðallega er það ein höfuðsyndanna sjö, letin, sem hér er að verki. Og svo þetta klassíska "ég hef ekkert að segja". Sem er, ef eitthvað er, jafnvel enn lélegri afsökun en letin. En lífið bara gengur sinn vanagang - og miðað við margt sem er í gangi í kringum mig þessa dagana - þá get ég bara þakkað fyrir það!

Það styttist í Orlando ferðina en mikið rosalega sem mér finnst það óraunverulegt að vera á leiðinni til útlanda á þessum árstíma. Þarna ætlaði ég að skrifa "um miðjan vetur" en með 5-10 hitagráður á mælinum þá passaði það orðalag einhvern veginn ekki alveg. Ég gekk í vinnuna í dag á strigaskóm!

En við erum búin að fá staðfestingu á gistingunni og vinafólk okkar, þau Inga og Dóri, færðu okkur fullt af bæklingum þegar þau komu frá Orlando í síðustu viku. Nú er bara að fara að plana dagskrána ;-)

Engin ummæli: