þriðjudagur, 22. febrúar 2005

Er þetta ekki dæmigert?

Við Bryndís nýbúnar að leggja fyrirtækið niður og þá er auðvitað í hringt í mig (sem fulltrúa Innan handar) varðandi verkefni! Ég sagðist nú ætla að hugsa málið, kannski maður bæti bara á sig vinnu... en það er nóg að gera hjá mér í kennslunni á næstunni, yfirferð hópverkefna ofl. þannig að ég veit ekki hvað ég geri. Mér finnst þetta bara svo fyndið, við höfðum einhvern tímann verið að grínast með að það væri nú alveg eftir því að verkefnin byrjuðu að hrynja inn ef við tækjum þá ákvörðun að hætta.

Annars er áfram sól og hiti hér norðanlands. Ég frétti í gær af konu sem var á Kanaríeyjum og þar var kaldara en hér, svo hún spurði aðra konu sem átti pantaða ferð út hvort hún gæti tekið með sér úlpuna sína þegar hún kæmi. Já, þá er nú betra að vera bara heima.. Nei annars, mér finnst það ekki neitt. Það er alltaf gaman að breyta um umhverfi og gera eitthvað annað en maður er vanur í smá tíma. Það hafa allir gott af því.

Eini gallinn við góða veðrið er sá að maður nennir engan veginn að sitja inni, fyrir framan tölvuna og einbeitingin er ekki alveg í lagi. Sem sést m.a. á því að ég er að blogga í stað þess að undirbúa kennslu. Best að fara að gera eitthvað af viti ;-)

Engin ummæli: