Ég er nú ekki að telja niður af því ég er svo mikið jólabarn... Eiginlega vildi ég óska þess að sumu leyti að það væru fleiri dagar til jóla og að í sólarhringnum væru aðeins fleiri tímar, en því er víst ekki til að dreifa.
Í dag átti ég frí að mestu leyti, nema hvað það sem átti að verða 10 mín. skrepp niður í vinnu varð að einum og hálfum tíma. Það var líka allt í lagi. En svo gerði ég heldur ekki meira í dag. Sem sagt - hefðbundinn laugardagur a la Guðný. Mig langaði að fara út að mynda en skyggnið var svo slæmt að ég fór ekki neitt. Svo í staðinn fyrir glænýja mynd, þá birti ég mynd sem ég tók síðast þegar ég fór út með myndavélina, eða þann 25. nóvember.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli