laugardagur, 11. febrúar 2012

Eins og sprungin blaðra

Eftir að hafa verið á fullu alla vikuna er ég eiginlega sprungin núna. En það þýðir ekki því næg er dagskráin framundan. Það er að segja, vinna eftir hádegi og matarboð í kvöld. Það eina hins vegar sem ég hef afrekað í dag er að borða morgunmat og fara í sturtu. Ekki einu sinni búin að græja mig almennilega eftir sturtuna. Á eftir að blása hárið, mála mig, ákveða í hvaða fötum ég ætla að vera og borða hádegismat (svona ef mér tekst að finna mér eitthvað til að borða). Ég hef nú rúman klukkutíma enn til stefnu, svo þetta ætti að hafast, hehe. En já, það er spurning með beikon og grænmeti í hádeginu, eða annað hvort grænmetis- eða ávaxtahristing. Ég borðaði tvær beikon/grænmetis máltíðir í gær svo ég er ekkert að deyja úr spenningi fyrir því sem hádegismat. Og nú ber svo við að engir matarafgangar eru til í húsinu, en þeir bjarga mér ansi oft. Annars er ég alltaf á leiðinni að finna mér fleira til að borða t.d. í morgunmat, en það gengur hægt. Um daginn gerði ég reyndar ágætis gulrótarsúpu úr hráfæðisbókinni sem Hrefna gaf okkur í jólagjöf, en setti of mikinn cayenne pipar í hana og það fór ekki vel í mig. Svo er fullt af öðrum uppskriftum, bæði þar og eins í bókinni hennar Sollu sem ég gæti prófað. Þyrfti bara að gera þetta skipulega einhvern tímann.

Engin ummæli: