miðvikudagur, 1. júlí 2009
23ja stiga hiti í forsælu og 31 stig fyrir sunnan hús
Það mætti halda að maður byggi einhvers staðar annars staðar en á Íslandi! Enda flúðum við Valur inn eftir að hafa setið úti í hálftíma. Ég var nú reyndar hjá tannlækni áðan svo það hefur nú ekki verið eintóm sæla í dag. Og þar sem það þurfti að deyfa mig er kjálkinn og hægri partur munnsins ennþá dofinn og skrautlegur. Svo er bara spurningin í hvað maður á að eyða tímanum þegar veðrið er svona gott. Manni finnast eiginlega helgispjöll að vera inni og gera húsverk í þessum hita - en það liggur við að það sé of heitt til að vera úti. Svo þarf ég nú reyndar kannski aðeins að vinna í Pottum og prikum seinni partinn en það er nú bara ef það verður mikið að gera. Og ég hef nú takmarkaða trú á því að fólk sé mikið á ferðinni í verslunarmiðstöðum í þessu góða veðri.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli