miðvikudagur, 21. september 2005

Afmælisbarn dagsins er mamma

en hún er hvorki meira né minna en 79 ára, sem er náttúrulega enginn aldur ;O) Til hamingju með daginn mamma! Nú hefði verið gott að skreppa í smá afmæliskaffi, kannski fá pönnukökur með rjóma eða ostaköku... Það er algjört hallæri að búa svona langt frá öllum ættingjum sínum - aldrei afmæliskaffi, engin jólaboð o.s.frv. En svona er þetta bara og það þýðir víst ekkert að væla yfir því.

Lífið er frekar fábreytt þessa dagana - vinna, sofa, synda og fara stöku sinnum í leikfimi. Þarf endilega að taka mig á, hitta fleira fólk og gera eitthvað skemmtilegt! Á reyndar miða á tónleika með norsku söngkonunni Sissel Kyrkjebø í Háskólabíói þann 1. okt. og verð að reyna að drífa mig þangað. Hef samt varla tíma til þess, það er svo þétt dagskrá hjá mér í kennslunni. Auk þess er ég að kenna þennan áfanga í fyrsta skipti og það þýðir bara eitt: hrikalega mikinn undirbúning fyrir hvern tíma. Er aftur farin að spá í framhaldsnám en finnst margt flókið við það. Langar helst til Skotlands en mikla þetta fyrir mér, Andri vill ekki fara frá félögum sínum í heilt ár, Valur þarf að fá vinnu úti, við þyrftum að leigja húsið og ..... hvað í ósköpunum gætum við gert við kettina?

Engin ummæli: