mánudagur, 22. ágúst 2005

Smá lífsmark...

Ósköp er sumarið fljótt að líða, skólinn byrjaður aftur hjá strákunum og styttist í að kennsla byrji hjá mér. Ég hef verið í einhverju óstuði undanfarna viku og ekki nennt að blogga þannig að mammma hringdi í dag til að athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá mér. Það er allt í lagi, ég hef bara verið löt að blogga enda lítið að gerast. Annars fórum við Valur í dagsferð á Melrakkasléttu á laugardaginn var og það var mjög fín ferð hjá okkur. Höfðum með okkur smurt nesti og veðrið skartaði sínu fegursta. Mér finnst mjög gaman að koma á þessar slóðir, hvað þá í svona góðu veðri. Maður sér samt hvað náttúruöflin geta verið mikil þegar sjá má rekavið langt uppi á landi en nóg er af honum á sléttunni. Við gengum meðal annars út að Hraunhafnartangavita og rákumst þar á leifarnar af dufli frá norsku veðurstofunni (eða einhverri álíka stofnun). Set inn myndir seinna í kvöld eða á morgun, læt þetta duga í bili.

Engin ummæli: