fimmtudagur, 28. júlí 2005

Það rifjaðist upp fyrir mér áðan

af hverju ég reyni yfirleitt að halda mig við sömu hárgreiðslukonuna sem lengst. "Mín" hárgreiðslukona er farin í sumarfrí og ég klikkaði á að panta hjá henni tíma áður en hún fór í fríið. Hef áður farið á Medúllu og fundist það ágætt en datt í hug að prófa eitthvað nýtt og fór á stofu sem ég hef aldrei farið á áður. Liturinn í hárinu er fínn - og klippingin er örugglega alls ekki sem verst - en ég er bara ekki að fíla hana. Toppurinn (sem er nú þunnur fyrir því ég er með svo fíngert hár) var þynntur og styttur ansi hressilega en hluti af því skrifast á mig, ég gleymdi nefnilega að segja konunni að það má helst ekki klippa toppinn mjög stuttan því hann kippist svo mikið upp af sjálfu sér þegar hárið þornar. Pytt, pytt (það er aldeilis sem ég hugsa á norsku þessa dagana) þetta vex aftur!

Engin ummæli: